Gert verði ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi
Erindi Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, um flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum var tekið fyrir í bæjarráði Voga í síðustu viku. Í tillögu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að hafin verði flokkun úrgangs við heimili á starfssvæði stöðvarinnar er gert ráð fyrir að stuðst verði við svokallað tveggja tunnu kerfi.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er samþykkt tillögunni um að hafin verði flokkun sorps við heimili á starfssvæði stöðvarinnar. Bæjarráð leggur jafnframt til að í útboðsgögnum verði gert ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi eða eftir atvikum grenndargámi fyrir plastúrgang í stað þriðju tunnunnar.