Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gert verði ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi
Laugardagur 3. júní 2017 kl. 05:00

Gert verði ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi

Erindi Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, um flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum var tekið fyrir í bæjarráði Voga í síðustu viku. Í tillögu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að hafin verði flokkun úrgangs við heimili á starfssvæði stöðvarinnar er gert ráð fyrir að stuðst verði við svokallað tveggja tunnu kerfi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er samþykkt tillögunni um að hafin verði flokkun sorps við heimili á starfssvæði stöðvarinnar. Bæjarráð leggur jafnframt til að í útboðsgögnum verði gert ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi eða eftir atvikum grenndargámi fyrir plastúrgang í stað þriðju tunnunnar.