Gert verði ráð fyrir hvíldarinnlögnum
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hefur verulegar áhyggjur af lokun á A-deild á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ætluð er fyrir hvíldarinnlagnir. Deildin hefur verið lokuð síðan í byrjun Covid-faraldursins árið 2020.
Hvíldarinnlagnir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru til umfjöllunar á síðasta fundi ráðsins. Öldungaráðið leggur áherslu á að samfara stækkun Nesvalla í Reykjanesbæ verði gert ráð fyrir rými þar fyrir hvíldarinnlagnir.