Gert ráð fyrir stormi og rigningu í dag
Búist er við stormi, meira en 20 m/s, og mikilli rigningu um mest allt land í dag. Vaxandi austlægri átt, víða 15-20 og mikilli rigningu þegar kemur fram á morguninn, einkum sunnan- og vestanlands, en heldur hægari norðaustanlands.Snýst síðdegis í suðvestan 20-25 m/s suðaustan- og austantil lands með skúrum, en suðvestan og síðar norðvestan 18-23, með skúrum vestantil. Heldur hægari og dregur úr úrkomu seint í nótt, fyrst vestantil. Hiti 8 til 14 stig að deginum, en 4 til 9 stig í nótt.