Gert ráð fyrir stormi í kvöld
Veðurstofan varar við suðvestan stormi, eða allt að 28 metrum á sekúndu, með skúrum eða éljum á sunnan- og vestanverðu landinu og á Miðhálendinu síðdegis í dag og kvöld. Gert er ráð fyrir að lægi talsvert í nótt og á morgun verði suðlæg átt, 8-15 metrar á sekúndu og úrkomulítið. Hiti verður 0-8 stig en víða kringum frostmark í nótt og á morgun.