Gert ráð fyrir stormi á morgun
Veðurhorfur í dag
Suðvestan 3-10 og stöku slydduél. Vaxandi suðaustan- og síðar austanátt síðdegis, 13-20 m/s og fer að rigna undir kvöld. Suðvestan 15-23 og rigning eða slydda í fyrramálið. Hiti 2 til 8 stig, en 1 til 5 á morgun. Gert er ráð fyrir stormi um sunnan og vestanvert landið og á Miðhálendinu á morgun, fyrst SV-til í fyrramálið.