Gert ráð fyrir skrifstofufárviðri í dag
Í morgun kl. 06 var hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað suðaustanlands, þokuloft austanlands en annars bjartviðri. Hiti var 6 til 14 stig, svalast í þokunni en hlýjast suðvestanlands. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Hægviðri eða hafgola. Skýjað að mestu suðaustanlands, þokuloft við austurströndina en annars bjartviðri. Hlýtt í veðri og hiti víða 17 til 23 stig síðdegis, en mun svalara í þokunni.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Hægviðri eða hafgola og bjart veður. Hiti 17 til 23 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.
Hægviðri eða hafgola. Skýjað að mestu suðaustanlands, þokuloft við austurströndina en annars bjartviðri. Hlýtt í veðri og hiti víða 17 til 23 stig síðdegis, en mun svalara í þokunni.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Hægviðri eða hafgola og bjart veður. Hiti 17 til 23 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.