Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gert ráð fyrir rekstararafgangi hjá Sandgerðisbæ
Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 11:24

Gert ráð fyrir rekstararafgangi hjá Sandgerðisbæ

Rúmlega 8 milljóna hagnaður verður á rekstri Sandgerðisbæjar á næsta ári gangi fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 eftir, en hún var tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnafundi í síðustu viku.

Helstu niðurstöður frumvarpsins í samanburði við áætlun 2005 eru að heildartekjur, skatttekjur og aðrar tekjur, eru áætlaðar kr. 779.878.000.- en voru 736.961.000.- Hækkun um 5.8% á milli ára.
Heildarútgjöld eru áætluð kr. 740.001.000.- og þar af reiknaðar afskriftir kr. 45.474.000.- en voru 689.800.000.- og þar af reiknaðar afskriftir kr. 42.324.000.- Hækkun heildarútgjalda er um 7.3 % á milli ára.
Útgjaldahliðin hækkar meira en tekjuhliðin vegna aukinnar þjónustu á leikskóla bæjarfélagsins á árinu 2006.
Vaxtagjöld kr. 31.297.000.- en þau voru kr. 47.509.000.- á árinu 2003.
Rekstrarniðurstaða er því jákvæð kr. 8.579.000.- fyrir samstæðuna.

Heildareignir í þúsundum króna á hvern íbúa er nú um 1097 og heildarskuldir á íbúa eru um 637 þúsund á hvern íbúa.
Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs er áætlað 1.77 en fyrir samstæðuna verður veltufjárhlutfallið á árinu 2006 0.75. Telja yfirvöld því að horfur fyrir næsta ár séu góðar fyrir Sandgerðisbæ.

Ýmislegt hefur áunnist í Sandgerði síðustu misseri og eru fleiri verkefni á dagskrá í sveitarfélaginu á næstunni.
Næsta stórverkefni eftir byggingu húsnæðis á miðbæjarsvæði er, að mati meirihluta bæjarstjórnar, uppbygging á flugstöðvarsvæðinu og markaðsátak í atvinnumálum á vegum Sandgerðisbæjar, stækkun leikskólans og frekari uppbygging byggðar til að mæta þjónustugetu bæjarfélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024