Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur opni síðdegis
Mánudagur 23. maí 2011 kl. 09:37

Gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur opni síðdegis

Icelandair hyggst hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag og mun bæta við aukaflugi en gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður á ný seinnipart dags.

Í tilkynningu frá félaginu segir að flug til Íslands frá Stokkhólmi, Osló, París, Frankfurt, Amsterdam, Helsinki, London, Kaupmannahöfn og Bergen/Stavanger verði í nokkurri seinkun og muni lenda í Keflavík um kl. 19 í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er áætlað að flogið verði til New York, Minneapolis, Seattle, Toronto, Boston og Washington um kl. 21 í kvöld.

Enn fremur verður flogið aukaflug frá Seattle til Íslands sem lendir í Keflavík í fyrramálið og verða tvö flug til og frá London síðdegis og eitt flug til og frá Kaupmannahöfn.

Farþegar eru enn sem áður beðnir um að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og á netinu.