Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gert að fjarlægja hindranir af vegaslóða
Laugardagur 4. desember 2010 kl. 12:23

Gert að fjarlægja hindranir af vegaslóða

Bæjarráð Voga hefur falið bæjarstjóra að láta fjarlægja hindranir af vegaslóða á Vatnsleysuströnd, sem hafði verið lokað. Lagt var fram bréf Virgils Scheving Einarssonar vegna lokunar á vegslóða milli Naustakots og Neðri Brunnastaða á Vatnsleysuströnd.

Vegurinn telst ekki til neins vegflokks samkvæmt lögum og er landeiganda heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en hann má ekki læsa hliðinu né hindra umferð um veginn nema sveitarstjórn gefi til þess leyfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fól bæjarstjóra nú í vikunni að láta fjarlægja hindranir á vegslóðanum á kostnað Virgils verði hann ekki við tilmælum bæjarstjóra um að fjarlægja hindranirnar sjálfur.