Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerir ríkisstjórn tilboð í 70 tonn af þorski
Axel Már, Guðmundur Franklín, Glúmur Baldvinsson og Magnús Guðbergsson, allir frambjóðendur Frjálslynda lýðræðisflokksins.
Þriðjudagur 8. júní 2021 kl. 10:18

Gerir ríkisstjórn tilboð í 70 tonn af þorski

Oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi, Magnús Guðbergsson skipstjóri og útgerðarmaður hefur gert Ríkisstjórn Íslands bindandi kauptilboð í veiðar á 70 tonnum af þorski. Magnús býður 70 kr. per kg. Magnús vekur athygli á því að um er að ræða u.þ.b. fimmfalt verð sem þjóðin er að fá fyrir auðlind sína um þessar mundir. Að sögn Magnúsar er þetta gjafverð til útgerðarinnar þó svo að það sé fimmfalt hærra en útgerðin er að greiða í dag. Og aðeins brot af því verði sem útgerðarmenn krefja hvorn annan sín á milli í viðskiptum með kvótaauðlind þjóðarinnar, segir í frétt frá flokknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024