Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gerðu það sem þú vilt!
Fimmtudagur 18. apríl 2024 kl. 06:01

Gerðu það sem þú vilt!

Leiklistarval Heiðarskóla styrkti Krabbameinsfélag Suðurnesja.

Á árshátíð Heiðarskóla rétt fyrir páska, frumsýndi Leiklistarval Heiðarskóla leikritið „Gerðu það sem þú vilt“ sem Bryndís Jóna Magnúsdóttir, fráfarandi skólastjóri, skrifaði.  Esther Inga Níelsdóttir, Daníella Hólm Gísladóttir og Guðný Kristjánsdóttir leikstýrðu verkinu en þær hafa haft veg og vanda að uppsetningum leikrita undanfarin ár. 

Leikritið fjallar um unglinga, hvað þá langar að gera í lífinu og að gott sé að standa með sjálfum sér. Verkið er samið og sett upp í tilefni 25 ára afmælis Heiðarskóla á þessu ári og tekin eru fyrir lög úr eldri verkum sem sýnd hafa verið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sú fallega hefð hefur skapast í Heiðarskóla að halda eina styrktarsýningu og styðja við eitthvað gott málefni. Alls söfnuðust 72.000 krónur sem renna til Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Margrét Sturlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Suðurnesja, veitti styrknum móttöku í lok sýningar og þakkaði nemendum og starfsfólki fyrir þetta fallega framtak og rausnalega styrk.