Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerðu sér ekki grein fyrir umfangi verkefnisins
Séð yfir Grindavík. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson
Sunnudagur 21. apríl 2024 kl. 06:01

Gerðu sér ekki grein fyrir umfangi verkefnisins

Bæjaryfirvöld i Grindavík stefna á virkt samtal og góða samvinnu með fasteignafélaginu Þórkötlu og stjórnendum þess. „Þar eru ærin verkefnin og eru íbúar orðnir óþreyjufullir að fá svör, er varða uppkaup, aðgengi að fasteigninni á tímabilinu og viðhald svo dæmi séu tekin en samkvæmt fréttum félagsins má vænta svara fljótlega,“ segir í pistli frá bæjarstjórn Grindavíkur.

Guðni Oddgeirsson, íbúi í Grindavík, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem hafa átt í samskiptum við Þórkötlu. Hann sendi fasteignafélaginu erindi á mánudag og vakti athygli félagsins á því að nú væru Grindvíkingar í stórum stíl að missa af eignum sem þeir eru búnir að gera tilboð í og fá samþykkt. Þá vísaði Guðni til þess að Þórkatla hafi sagt að ferlið myndi taka tvær til fjórar vikur frá því að fólk myndi sækja um sölu. Það er ekki að standast og væri að fara með sálartetur Grindvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fasteignafélagið Þórkatla svaraði Guðna og sagði að þegar farið var af stað með verkefnið gerðu aðilar sér líklega ekki grein fyrir umfangi verkefnisins og það er bagalegt að loforð hafi verið gefið um tveggja til fjögurra vikna ferli.

„Við gerum okkur grein fyrir að þetta er erfitt fyrir alla og erum að reyna að vinna eins hratt og við getum. Við sendum bréf á síðastliðinn föstudag sem skýrir nánar kaupferlið fyrir umsækjendum þ.e. í pósthólf á island.is,“ segir í svari Fasteignafélagsins Þórkötlu til Guðna.