Gerðu myndband gegn fíkniefnum
Fjórir ungir menn úr Reykjanesbæ hafa gert myndband gegn fíkniefnum. Myndbandið gerðu strákarnir í kjölfar námskeiðs fyrir ungt fólk í atvinnuleit í Reykjanesbæ.
Myndbandið segir frá Einari sem er djúpt sokkinn í heim fíkniefna. Hann stendur illa fjárhagslega og getur ekki greitt fíkniefnaskuldir sínar. Þeir sem vilja sjá myndina geta smellt á tengilinn hér að neðan, en myndin er vistuð á heimasíðu 88 hússins www.88.is
Smellið hér til að sjá myndbandið.