Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerði sér hreiður á grillinu
Fimmtudagur 5. maí 2011 kl. 09:38

Gerði sér hreiður á grillinu

Það verður ekki grillað í bráð á heimili einu í Sandgerði. Ástæðan er að fugl hefur gert sér hreiður á grillinu og verpt þar fimm eggjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þegar grillið var opnað á svölunum kom í ljós að það var orðið troðfullt af grasi og fuglafjöðrum og í miðjan hauginn var svo búið að verpa fimm fagurgrænum eggjum.


Húsráðendur ætla að leyfa ungunum að koma í heiminn og vonast til að verða ekki fyrir miklu ónæði af nýju íbúunum í grillinu. Helsta ónæðið í dag er að grillsteikin verður að bíða eitthvað fram eftir mánuðinum.


Þegar grillið var opnað kom í ljós mikill haugur af grasi og í honum miðjum voru fimm egg.

VF-myndir: Hilmar Bragi