Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 3. maí 2001 kl. 15:01

Gerðaskóli stækkar

Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur tekið ákvörðun um að ráðast í stækkun Gerðaskóla og munu þá bætast við 4 kennslustofur. Einnig verður steyptur upp samkomusalur, en hann verður ekki fullkláraður í þessum áfanga. Nú er unnið að útboðsgögnum og skal þeirri vinnu lokið eigi síðar en 30. apríl n.k. Gert er ráð fyrir að opna tilboð 21.maí n.k. Öllum framkvæmdum við verkið á að vera lokið eigi síðar en 15. júlí 2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024