Gerðaskóli einsetinn í haust
Gerðaskóli í Garði verður einsetinn í haust. Nú stendur yfir lokaframkvæmd við fjórar nýjar kennslustofur en þar er Húsagerðin aðalverktaki. Einnig verið tekinn í notkun nýr samkomusalur, en framkvæmdum við hann mun að fullu ljúka á næsta ári.Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra Gerðahrepps, er einnig unnið að því að bæta vinnuaðstöðu kennara við Gerðaskóla og þegar skólinn byrjar að nýju í haust verður búið að bylta öllum aðbúnaði fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Þá eru yfirvöld í Garði að skoða lagfæringu á lóð skólans.
Sigurður sagði uppbyggingu skólans ekki vera lokið þó svo hann verið einsetinn frá og með næsta hausti. Þannig eru áætlanir uppi um frekari uppbyggingu á síðari hluta þess kjörtímabils sem nú er nýhafið. Þar verður byggt upp stærra bókasafn og tölvuver fyrir skólann.
Sigurður sagði uppbyggingu skólans ekki vera lokið þó svo hann verið einsetinn frá og með næsta hausti. Þannig eru áætlanir uppi um frekari uppbyggingu á síðari hluta þess kjörtímabils sem nú er nýhafið. Þar verður byggt upp stærra bókasafn og tölvuver fyrir skólann.