Gerðaskóli einsetinn á 130 ára kennsluafmæli í Garði
Húsagerðin afhenti sl. föstudag viðbyggingu við Gerðaskóla í Garði. Viðbyggingin gerir Garðmönnum kleift að einsetja skólann. Í ár eru liðin 130 ár frá því kennsla hófst í Garðinum, en barnaskóli hóf starfsemi að Útskálum árið 1872. Viðbyggingin sem var afhent sl. föstudag er með fjórum kennslustofum, samkomusal, eldhúsi og aðalinngangi í skólann.Í tilboði var gert ráð fyrir að að samkomusalurinn og eldhúsið væru fokhelt en á verktímanum var ákveðið að einangra eldhúsið, múra og ganga frá hitakerfi. Auk þess var lokið við samkomusalinn þannig að hægt sé að nota hann í skólastarfinu. Kennslustofur og gangar eru 418 fermetrar en samkomusalur, eldhús og aðalinngangur eru 305 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður er um 88 milljónir króna sem gerir 123 þúsund kr. á fermetra.
Samhliða nýbyggingunni við Gerðaskóla var aðstaða kennara stórlega bætt og tekin voru í gegn þrjú herbergi sem samtals eru um 100 fermetrar. Þar var útbúin kaffiaðstaða og vinnustofur kennara. Keypt voru húsgögn og innréttingar í aðstöðuna. Kostnaður við endurbætur á kennaraaðstöðu og skólastofum er áætlaður um tvær milljónir króna.
Hönnuðir:
Arkitektúr: Arkitektar Skógarhlíð
Burðarvirki og lagnir: Verkfræðistofa Suðurnesja
Rafmagn: Rafmiðstöðin
Verktaki:
Húsagerðin ehf.
Eftirlit:
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.
Innbúnaður:
Húsgögnin heita Skólasyrpa og eru frá Bústoð og Á. Guðmundssyni. Íslensk hönnun, hönnuð af Sturlu Má Jónssyni.
Myndin: Ingimundur Þ. Guðnason, oddviti Gerðahrepps, tekur við lyklum byggingarinnar frá Antoni Jónssyni hjá Húsagerðinni.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Samhliða nýbyggingunni við Gerðaskóla var aðstaða kennara stórlega bætt og tekin voru í gegn þrjú herbergi sem samtals eru um 100 fermetrar. Þar var útbúin kaffiaðstaða og vinnustofur kennara. Keypt voru húsgögn og innréttingar í aðstöðuna. Kostnaður við endurbætur á kennaraaðstöðu og skólastofum er áætlaður um tvær milljónir króna.
Hönnuðir:
Arkitektúr: Arkitektar Skógarhlíð
Burðarvirki og lagnir: Verkfræðistofa Suðurnesja
Rafmagn: Rafmiðstöðin
Verktaki:
Húsagerðin ehf.
Eftirlit:
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.
Innbúnaður:
Húsgögnin heita Skólasyrpa og eru frá Bústoð og Á. Guðmundssyni. Íslensk hönnun, hönnuð af Sturlu Má Jónssyni.
Myndin: Ingimundur Þ. Guðnason, oddviti Gerðahrepps, tekur við lyklum byggingarinnar frá Antoni Jónssyni hjá Húsagerðinni.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson