Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gerðaskóli: „Auknar niðurgreiðslur koma ekki niður á öðrum þáttum“
Föstudagur 17. mars 2006 kl. 11:42

Gerðaskóli: „Auknar niðurgreiðslur koma ekki niður á öðrum þáttum“

Auknar niðurgreiðslur sveitarfélagsins Garðs vegna skólamáltíða í Gerðaskóla munu ekki koma niður á öðrum þáttum reksturs skólans, heldur er um aukna fjárveitingu að ræða.

Þetta segir Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, í pistli á heimasíðu bæjarins í dag, að gefnu tilefni.

„Samhliða því að samþykkt var að auka niðurgreiðslur vegna skólamáltíða kom það skírt fram að fjármagn yrði aukið til skólans sem þessu nemur. Óskiljanlegt er að einhverjir skuli túlka þessa samþykkt bæjaryfirvalda á annan hátt.
Jafnframt kom það fram í 3ja ára áætlun Garðs að gert er ráð fyrir auknu fjármagni til fræðslumála,þar sem m.a. er gert ráð fyrir að bekkjardeildum fjölgi í Gerðaskóla vegna íbúaþróunar hér í Garði.“

Í pistlinum er farið yfir þróun framlaga til fræðslumála í sveitarfélaginu síðustu ár og í nánustu framtíð.

Árið 2001 var varið 120 milljónum til fræðslumála í Garði.

Árið 2004 var varið 185 milljónum til fræðslumála í Garði.

Árið 2006 eru áætlaðar 220 milljónir til fræðslumála í Garði.

Samkvæmt 3ja ára áætlun eru áætlaðar tölur til fræðslumála í Garði.

Árið 2007 kr. 241 milljón.

Árið 2008 kr. 253 milljónir.

Árið 2009 kr. 263 milljónir.

Sigurður segir að a þessum tölum megi sjá greinilega að sífellt er verið að auka fjármagn til reksturs fræðslumála í Garði. Hér er aðeins verið að ræða um reksturinn, en að auki er fjármagn sem fer til uppbyggingar og framkvæmda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024