Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gerðaskólakrakkar til Nybro
Frá Gerðaskóla í Garði.
Mánudagur 9. mars 2015 kl. 09:53

Gerðaskólakrakkar til Nybro

Sveitarfélagið Garður hefur ákveðið að styrkja nemendur í 8. bekk Gerðaskóla um 10.000 krónur á nemanda vegna fyrirhugaðrar ferðar til Nybro í Svíþjóð í sumar.

Nybro er vinarbær Garðs og þangað ætla nemendur 8. bekkjar að fara í júní nk. í heimsókn til jafnaldra sinna. Ferðin er þannig til komin að í júní 2014 voru haldnir Norrænir dagar í Garði. Þá kom hópur barna frá vinabænum Nybro í heimsókn. Nú hafa sænsku börnin boðið jafnöldrum sínum í 8. bekk Gerðaskóla í heimsókn , til að endurgjalda heimsókn þeirra í Garðinn sl. sumar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að fjármagna kostnað við ferðina.
 
Samþykkt samhljóða að veita ferðastyrk sem nemur kr. 10.000 á nemanda. Gerð verður tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins. Viðaukinn, kr. 260.000, færist til aukinna gjalda en hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024