Gerðahreppur kaupir land
Nýlega samþykkti hreppsnefnd Gerðahrepps að kaupa svokallað Skeggjastaðaland. Þar er um að ræða um 25 hektara af landi. Hluti þess er á skipulögðu svæði en stærsti hlutinn er óskipulagður. Sigurður Jónsson, sveitastjóri Gerðahrepps, sagði að 25 lóðir væru leigðar á þessu landi. „Hreppsnefnd hefur markað þá stefnu að vinna að því að lækka lóðaleigu en algengast er að landeigendur miði sinn taxta við prósentu af verkamannalaunum. Hreppsnefnd mun miða sína lóðaleigu við 2% af fasteignamati lóðar. Lóðaleiga mun þá lækka um allt að helming.Algengt er að lóðaleiga fyrir einbýlishús sé nú rúmar 20 þús. kr. á ári“, sagði Sigurður.