Gerð verður heimildarmynd um Garð
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að veita fjárstyrk upp á hálfa milljón króna til gerðar 50 mínútna heimildarmyndar um sveitarfélagið.
Guðmundur Magnússon mun annast gerð myndarinnar en hann stundar kvikmyndanám við Kvikmyndaskóla Íslands og mun njóta aðstoðar kennara skólans við gerð hennar.
Bæjarstjóra Garðs var falið á fundi bæjaráðs í gær að ganga frá samningi við Guðmund um notkunarrétt á myndinni sem gerð verður í tilefni af 100 ára afmæli sveitarfélagsins.