Gera úttekt á húsnæði Hljómahallar og Bókasafnsins
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur lagt er til að gerð verði greining á framtíðarstaðsetningu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að ganga til samninga við Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur um að gera úttekt á húsnæði Hljómahallar og starfsemi Bókasafnsins. Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, er falið að undirrita samninginn.
Þeirri hugmynd var kastað fram seint á síðasta ári að flytja Bókasafn Reykjanesbæjar í húsnæði Rokksafns Íslands í Hljómahöll og gera húsið að Menningarhúsi Reykjanesbæjar.