Gera umframgjaldeyri upptækan við brottför frá Keflavíkurflugvelli
Leitað er að peningum í fórum fólks sem fer erlendis með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Öryggisvörðum í vopnaleitinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er skylt að kalla til tollverði finni þeir gjaldeyri á farþegum í meira magni en sem nemur 350.000 krónur á mann.
Þeir sem gripnir eru með meira en 350.000 krónur í erlendum gjaldeyri á leið úr landi geta átt það á hættu að peningarnir sér teknir af því fyrir brottför.
Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að þetta séu reglur frá Seðlabanka Íslands sem tollvörðum sé gert að framfylgja, finni öryggisverðir hærri upphæðir við vopnaleitina.