Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gera skammtímasamning við Vegagerðina um Vogastrætó
Þriðjudagur 19. mars 2024 kl. 06:05

Gera skammtímasamning við Vegagerðina um Vogastrætó

Fyrir liggja drög að samkomulagi við Vegagerðina um gerð samnings til þriggja mánaða um rekstur Vogastrætó en unnið er að framtíðarlausn í samstarfi aðila sem miðar m.a. að því að tryggja íbúum Sveitarfélagsins Voga viðunandi þjónustustig í almenningssamgöngum.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum að fela bæjarstjóra að ganga frá skammtímasamningi við Vegagerðina til samræmis við framlögð gögn á fundinum með áherslu á að fundin verði viðunandi lausn á fyrirkomulagi almeningssamganga í Vogum eins fljótt og auðið er með áherslu á að bæta tímanleika og tíðni þjónustunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024