Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gera samstarfssamninga við íþróttafélög í Sandgerði
Miðvikudagur 17. desember 2014 kl. 11:41

Gera samstarfssamninga við íþróttafélög í Sandgerði

Bæjarstjórn Sandgerðis hefur samþykkt samhljóða samstarfssamninga sem gerðir hafa verið við Knattspyrnufélagið Reyni -aðalstjórn, -knattspyrnudeild, -körfuknattleiksdeild og Golfklúbb Sandgerðis. Samningarnir gilda frá árunum 2015 til 2018 en gengið verður frá þeim samhliða fjárhagsáætlun.

„Megin markmið samninganna er að hér verði aðstaða fyrir börn og unglinga að æfa fjölbreyttar íþróttagreinar. Deildirnar skulu einnig fylgja uppeldisstefnu bæjarins, taka mið af jafnréttisstefnu bæjarins og vera virk í að kynna sína starfsemi. Starfstyrkirnir eru síðan til þess að hjálpa við að halda uppi barna- og unglingastarfi í körfu, knattspyrnu, golfi og sundi og meistaraflokk í körfubolta og knattspyrnu,“ sagði Hilmar Guðjónsson, frístunda- og forvarnarfulltrúi Sandgerðisbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024