Gera klárt til fiskjar
Síðdegis í gær var unnið að því að gera togveiðiskipið Sóleyju Sigurjóns GK 200 klára til veiða frá Sandgerðishöfn. Það þarf mörg handtök til að gera skip klárt á veiðar og að mörgu þarf að huga. Þá eru einnig margir sem bíða eftir því að fá ferskan fisk úr sjó í matinn eftir þá miklu kjöthátíð sem jól og áramót eru.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi