Gera enga athugasemd við tvöföldun Reykjanesbrautar
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 6. desember s.l. var tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar dags. 26. nóvember 2001 þar sem óskað er umsagnar Reykjanesbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda um breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum um breikkun Reykjanesbrautarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.