Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gera ekki athugasemd við ráðningu starfsþróunarstjóra
Miðvikudagur 6. febrúar 2008 kl. 10:02

Gera ekki athugasemd við ráðningu starfsþróunarstjóra

Bæjarfulltrúar A-lista í Reykjanesbæ gera ekki athugasemd við ráðningu í stöðu starfsþróunarstjóra hjá bæjarfélaginu og lögðu þeir fram bókun þar að lútandi á bæjarstjórnarfundi í gær. A-listinn hafði óskað eftir öllum gögnum varðandi ráðninguna sökum skyldleika þess sem ráðinn var við einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðismanna.

„Það má að sjálfsögðu hafa á því skoðun hvaða atriði það eru sem lögð eru til grundvallar ráðningu hverju sinni. Það verður hins vegar ekki annað séð en að sá sem ráðinn var til starfans hafi uppfyllt ágætlega þau skilyrði sem sett voru og ráðning er í samræmi við tillögu Capacent.
Við gerum því ekki athugasemd við ráðningu viðkomandi starfsmanns og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“
segir í bókun A-listans.

Vf-mynd/Þorgils-Mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024