Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Gera ekki athugasemd við leit að málmum
Þriðjudagur 1. mars 2016 kl. 14:03

Gera ekki athugasemd við leit að málmum

Bæjarstjórn Voga gerðir ekki athugasemd við erindi Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum á Reykjanesskaga. Bæjarráð og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga fékk á dögunum erindi Orkustofnunar vegna málmleitarinnar til umsagnar.

Sveitarfélagið Vogar áréttar þó að það áskilur sér allan rétt til að taka afstöðu til einstakra rannsókna, framkvæmda eða vinnslu m.t.t. áhrifa þeirra á viðkomandi svæði. Þá áréttar sveitarfélagið að umsækjandi þarf, áður en til nokkurra rannsókna eða framkvæmda kemur, að ná samningum við landeigendur um rannsóknir og eða framkvæmdir á eignarlandi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn