Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gera athugasemd við stækkun tjaldsvæðis og byggingu gistihúsa við Reykjanesvita
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 11:51

Gera athugasemd við stækkun tjaldsvæðis og byggingu gistihúsa við Reykjanesvita

Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vitaverðinum ehf og Vegagerðinni vegna deiliskipulags fyrir Reykjanesvita og nágrenni. Lýsing deiliskipulagsins var send til umsagnar eigenda fasteigna innan deiliskipulagsmarka, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Ferðamálastofu, Grindavíkurbæjar, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Ferðamálasamtaka Reykjaness. Einnig var auglýst kynning fyrir almenning.
 
Vegagerðin gerði ekki athugasemdir við deiliskipulagið. Skipulagsstofnun og Vitavörðurinn ehf telja að fyrirhuguð áform um stækkun tjaldsvæðis og bygging gistihúsa séu í ósamræmi við stefnu gildandi aðalskipulags og nýrrar aðalskipulagstillögu. 
 
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur nú vísað málinu til stýrihóps endurskoðunar aðalskipulags til ákvörðunar um hvort breyta eigi aðalskipulagi vegna þessa máls.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024