geoSilica til Kína
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið geoSilica Iceland er nú komið með vörur sínar á markað í Kína. Nú á dögunum heimsótti fjölmiðlateymi frá Kína fyrirtækið og varpaði kynningu á fyrirtækinu og vörum geoSilica í beinni útsendingu til Kína. Fyrsta sendingin seldist upp í kjölfar útsendingarinnar og næsta sending því strax á leið í flug.
„Þetta er mjög spennandi markaður og við erum afar ánægð með upphaf þessa samstarfs. “ segir Hildur Kvaran rekstrarstýra fyrirtækisins.“ Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að hefja útflutning, og er sú vinna nú farin að bera ávöxt. Vörurnar hafa fengið mjög góðar móttökur og erum við afar spennt fyrir framhaldinu.
Vörur geoSilica fást nú á Íslandi, í Kína, Noregi og öllum þýskumælandi löndum, og fyrirtækið fer ört vaxandi þessa dagana.