Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

geoSilica stefnir á erlendan markað
Þriðjudagur 4. júní 2019 kl. 05:00

geoSilica stefnir á erlendan markað

Nýsköpunarfyrirtækið geoSilica á Ásbrú setur stefnu sína á erlendan markað og á nú í viðræðum við aðila víðs vegar í heiminum um sölu og dreifingu á bæði geoSilica vörum og hráefni. ,,Vörunar hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim. Erlendir aðilar eru mjög heillaðir af því hvað varan er hrein og einnig er framleiðsluaðferðin eitthvað sem þekkist hvergi annars staðar. Miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið erum við spennt að kynna vöruna okkur fyrir heiminum,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra og stofnandi geoSilica.

Forsvarsmenn geoSilica fóru nýlega á sýningar erlendis til þess að mynda sambönd við dreifingaraðila þar. Í byrjun apríl sóttu þau Natural and Organic products Europe 2019 í London, sem er sýning fyrir fyrirtæki með náttúrulegar og lífrænar vörur í Evrópu. Í byrjun maí sýndu þau geoSilica vörurnar á VitaFoods í Sviss en það er stærsta sýning í Evrópu þar sem framleiðendur á heilsuvörum og hráefni koma saman til að sýna vörur og tengjast öðrum í samskonar iðnaði. Að sögn Fidu vakti geoSilica mikla athygli hjá erlendum aðilum á báðum sýningunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ekki síst vegna þeirrar einstöku framleiðsluaðferðar sem fyrirtækið hefur þróað við framleiðslu kísils sem þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Íslensk náttúra hefur gefið gríðarlegan innblástur í alla starfsemi fyrirtækisins og það er einnig það sem heillar erlendis. geoSilica þróar og framleiðir kísilsteinefni til inntöku sem hefur vakið mikla athygli á íslenskum markaði og fengið frábærar viðtökur á síðustu árum. Stefnan er því sett á það að allur heimurinn fái að kynnast þessu mikilvæga steinefni sem kísill er,“ segir Fida.

Nú er geoSilica í viðræðum við söluaðila í löndum eins og Bangladesh, Frakklandi, Singapore, Þýskalandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi, Bretlandi, Kína, Finnlandi, Serbíu og Litháen.