Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

GeoSilica kynnir nýjar vörur á Ljósanótt
Fida Abu Libde, framkvæmdastýra GeoSilica.
Miðvikudagur 16. ágúst 2017 kl. 10:16

GeoSilica kynnir nýjar vörur á Ljósanótt

GeoSilica kynnir nýjar vörur á Hótel Parkinn á Ljósanótt en en Hildur Rún Sigurðardóttir, nemandi í Orku- og umhverfistæknifræði í Háskóla Íslands og Keili gerði ítarlega rannsókn um val á steinefnum í vörur fyrir Geo Silica.

„Markmiðið var að þróa vörur sem styrkja hár, húð og neglur, byggja upp bein og liði og stuðla að starfsemi vöðva og tauga,“ segir Fida Abu Libde, framkvæmdastýra GeoSilica. „Við erum svo ánægð með árangurinn á þessum tveimur árum sem kísilsteinefni GeoSilica hafa verið á markaði. Við höfum fengið ómetanlegan stuðning á svæðinu og þá sérstaklega frá Keili.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vörurnar bera heitin Renew, Repair og Recover, en út frá niðurstöðum verkefnis Hildar Rúnar var ekki annað í boði en að koma þessum vörum í þróun að sögn Fidu. „Renew er sérstaklega þróað fyrir hár, húð og neglur en það inniheldur kísil, sink og kopar. Repair er hugsað fyrir liði og bein en það inniheldur kísil og mangan. Recover inniheldur kísil og magnísum og hefur mjög góð áhrif á vöðva og taugakerfið.“