George Clooney á Íslandi
Starfsfólki Bláa Lónsins brá heldur betur í brún þegar enginn annar en Hollywood stjarnan George Clooney skellti sér í lónið í gær. Víkurfréttir höfðu spurnir að því að kappinn væri staddur hér á landi en ekki var vitað hvenær hann færi í Bláa Lónið þar sem hann er hérna í einkaerindum. Hann mætti í lónið síðdegis í gær en sumum gestum lónsins var brugðið enda ekki alltaf sem að hinn almenni borgari baðar sig með Hollywood stjörnu. Því miður náðist ekki mynd af kappanum.
Á meðan hann er á landinu gistir hann á stjörnuprýddu 101 hóteli í Reykjavík en þar gista Forest Whitaker, Julia Stiles og Lou Reed.