Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Georg ráðinn hagfræðingur hjá BHM
Miðvikudagur 11. september 2013 kl. 11:16

Georg ráðinn hagfræðingur hjá BHM

Keflvíkingurinn Georg Brynjarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur BHM.  Um er að ræða nýja stöðu og er hún til marks um aukna áherslu bandalagsins á sjálfstæði í greiningu efnahagsmála.

Georg verður verkefnastjóri kjara- og réttindanefndar BHM auk þess að fylgjast með framvindu efnahagsmála og sinna fræðslu, ráðgjöf og almennri upplýsingamiðlun um hagfræðilegt efni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Georg er með M.Sc. meistaragráðu í hagfræði frá Syddansk Universitet í Danmörku og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Þá stundaði hann nám í viðskiptafræði og hagfræði við Kaliforníuháskóla og Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.  Georg starfaði áður sem sérfræðingur á sviði efnahagsmála hjá Utanríkisráðuneytinu í tengslum við aðildarviðræður Íslands við ESB auk þess að starfa um stund hjá hagdeild EFTA í Lúxemborg. Georg starfaði á yngri árum við eigið fyrirtæki á Suðurnesjum á sviði internetsins og hét Gjorby.