HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Georg ráðinn hagfræðingur hjá BHM
Miðvikudagur 11. september 2013 kl. 11:16

Georg ráðinn hagfræðingur hjá BHM

Keflvíkingurinn Georg Brynjarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur BHM.  Um er að ræða nýja stöðu og er hún til marks um aukna áherslu bandalagsins á sjálfstæði í greiningu efnahagsmála.

Georg verður verkefnastjóri kjara- og réttindanefndar BHM auk þess að fylgjast með framvindu efnahagsmála og sinna fræðslu, ráðgjöf og almennri upplýsingamiðlun um hagfræðilegt efni.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Georg er með M.Sc. meistaragráðu í hagfræði frá Syddansk Universitet í Danmörku og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Þá stundaði hann nám í viðskiptafræði og hagfræði við Kaliforníuháskóla og Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.  Georg starfaði áður sem sérfræðingur á sviði efnahagsmála hjá Utanríkisráðuneytinu í tengslum við aðildarviðræður Íslands við ESB auk þess að starfa um stund hjá hagdeild EFTA í Lúxemborg. Georg starfaði á yngri árum við eigið fyrirtæki á Suðurnesjum á sviði internetsins og hét Gjorby.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025