Fréttir

Gengur Miðflokkurinn til liðs við meirihlutann?
Frá kjörstað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Sunnudagur 27. maí 2018 kl. 03:35

Gengur Miðflokkurinn til liðs við meirihlutann?

„Ég er búinn að heyra í flestum og það verður farið í það á fullu að klára meirihlutamyndun,“ sagði Friðjón Einarson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á kosninganótt.
Meirihluti Samfylkingar, Beinnar leiðar og Frjáls afls tapaði samanlagt einum manni og samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun hann ræða við Margréti Þórarinsdóttur og hennar fólk hjá Miðflokknum og freista þess að fá þau til liðs við meirihlutann.
Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknar sagðist vonast til að geta komist í meirihlutaviðræður en hann var afar glaður með úrslit kosninganna en sagði að þau hafi vissulega komið á óvart.
Samkvæmt heimildum VF þá gæti afstaða Framsóknarflokksins í málefnum heilsugæslunnar og kennara í leik og grunnskólum bæjarins haft áhrif á möguleika flokksins í þeim málum.

Á vf.is má sjá viðtöl við Friðjón og Jóhann Friðrik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

http://www.vf.is/veftv/fridjon-sefur-a-meirihlutamyndun-i-nott/83369?page=1

http://www.vf.is/veftv/framsokn-vill-koma-ad-meirihlutamyndun-i-reykjanesbae/83370