Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengur brennuvargur laus?
Mánudagur 21. júní 2010 kl. 12:03

Gengur brennuvargur laus?

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur farið í nokkur útköll undanfarið þar sem grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Að sögn Jóns Gunnlaugssonar, slökkvistjóra, er um að ræða fjögur til fimm útköll á síðustu dögum þar sem vísbendingar eru um slíkt. Nú síðast í nótt var kom upp eldur í bílapartasölu ofan við Iðavelli í Reykjanesbæ og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Þetta vekur áhyggjur og er ástæða til að hvetja fólk að gefa því gaum verði það vart við grunsamlegar mannaferðir.

Nú rétt fyrir hádegi kom enn eitt brunaútkallið en eldur hafði komið upp í skúr á Ásbrú. Slökkvilið er við störf á vettvangi svo eldsupptök eru ekki kunn að svo komnu máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Símamynd frá vettvangi á Ásbrú nú fyrir stundu