Gengur á með dimmum éljum
Í dag hefur gengið á með dimmum éljum á Suðurnesjum. Smám saman dregur úr vindi seinni parinn en búast má við éljum áfram og hita við frostmark.
Veður við Faxaflóa
Suðvestan 13-20 m/s og él, hvassast við ströndina. Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn, vestan 8-15 í kvöld. Norðvestan 5-10 í nótt og á morgun og úrkomulítið, en 10-13 við sjóinn og dálítil él. Hiti kringum frostmark.