Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengu í tvo og hálfan tíma til að slökkva í mosabruna
Mánudagur 27. júlí 2009 kl. 13:42

Gengu í tvo og hálfan tíma til að slökkva í mosabruna


Slökkvilið Grindavíkur átt annasaman dag á laugardaginn en það þurfti að sinna tveimur útköllum í gryfjunni og við Kleifarvatn.

Slökkviliðið var kallað út kl. 18 á laugardaginn vegna mosabruna við Kleifarvatn. Til þess að komast að brunastað þurftu slökkviliðsmenn að ganga í um tvær og hálfa klukkustund. Grafa þurfti skurði meðfram mosabrunanum til að hefta útbreiðslu hans.

Stóð slökkvistarf yfir til að ganga fjögur um nóttina og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík við að koma reykköfunartækjum og fleiru á brunastað.

Á laugardeginum var slökkviliðið síðan kallað út vegna elds í gryfjunni vestur af Grindavík. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimild: www.grindavik.is