Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengið verði frá ágreiningsmálum áður en ráðist sé í ályktanir
Fimmtudagur 8. október 2009 kl. 08:33

Gengið verði frá ágreiningsmálum áður en ráðist sé í ályktanir


Sigmar J. Eðvarðsson, fulltrúi D-lista í bæjarráði Grindavíkur, segir það „afskaplega lélegt“ af meirihlutanum að bóka ekki vegna úrskurðar umhverfisráðuneytisins um Suðvesturlínur. Meirihluti B-, S- og V-lista telur eðlilegt að gengið verði frá ágreiningsmálum um orkuöflun og nýtingu áður en ráðist sé í ályktanir.
Þetta kom fram í bókunum sem lagðar voru fram á bæjarráðsfundi í Grindavík í gær. Þar lá fyrir úrskurður ráðuneytisins sem er tilkominn vegna stjórnsýslukæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands.


„Það er afskaplega lélegt að meirihlutinn bóki ekki undir þessum lið, þar sem við þurfum að berjast á móti því að þetta sé stoppað af og líka berjast fyrir því að það komi flutningshæf lína til að flytja orku til Grindavíkur svo hægt verði að byggja upp orkufrekan iðnað eða einhverskonar stóriðju í framtíðinni,“ segir í bókun Sigmars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Mér þykir leitt að þessi bókun kom fram miðað við þær einlægu umræður sem urðu undir þessum lið,“ segir Björn Haraldsson, fulltrúi VG í bókun sem hann lagði fram.


„Meirihluti B-, S- og V-lista telur eðlilegt að gengið verði frá ágreiningsmálum um orkuöflun og nýtingu áður en ráðist er í ályktanir. Það hefur ekki staðið á þessum meirihluta að styðja við framkvæmdir og nýtingu orkuauðlinda til framfara í Grindavík,“ segir í bókun meirihlutans.