Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengið frá kaupum kirkjunnar á Vallarheiði
Föstudagur 7. desember 2007 kl. 16:19

Gengið frá kaupum kirkjunnar á Vallarheiði

Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco), og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, skrifuðu í vikunni undir kaupsamning um kaup á fjórum eignum á umráðasvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Um er að ræða þrjár íbúðir og Kapellu Ljóssins, kirkjuna þar sem Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er nú með aðsetur. Samningurinn hljóðar upp á 155.000.000 krónur og mun Keilir leigja húsið af kirkjunni þar til þeirra eigin húsnæði verður fullgert.

Af vef Kadeco, www.kadeco.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024