Gengið frá kaupum kirkjunnar á Vallarheiði
Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco), og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, skrifuðu í vikunni undir kaupsamning um kaup á fjórum eignum á umráðasvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Um er að ræða þrjár íbúðir og Kapellu Ljóssins, kirkjuna þar sem Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er nú með aðsetur. Samningurinn hljóðar upp á 155.000.000 krónur og mun Keilir leigja húsið af kirkjunni þar til þeirra eigin húsnæði verður fullgert.
Af vef Kadeco, www.kadeco.is
Um er að ræða þrjár íbúðir og Kapellu Ljóssins, kirkjuna þar sem Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er nú með aðsetur. Samningurinn hljóðar upp á 155.000.000 krónur og mun Keilir leigja húsið af kirkjunni þar til þeirra eigin húsnæði verður fullgert.
Af vef Kadeco, www.kadeco.is