Gengið á Háleyjarbungu
-Lagt af stað frá Gunnuhver
Fimmtudaginn 24.ágúst næstkomandi mun Útivist í Reykjanes Unesco Geopark ganga á Háleyjarbungu á Reykjanesi.
Gengið verður á Háleyjarbungu, litla og flata hraundyngju á Reykjanesi. Þar er að finna stóran toppgíg, 20-25 m djúpan. Gangan er um 3 km og við allra hæfi og tekur um 1,5 til 2 klukkustundir. Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjanes UNESCO Global Geopark leiðir gönguna.
Lagt verður að stað frá bílastæðunum við Gunnuhver, fjær Reykjanesvita, klukkan 18:00 en einnig er hægt að nýta bílastæðin nær Reykjanesvita. Gengið verður á Háleyjarbungu og aftur til baka.
Mælst er til þess að fólk klæði sig eftir veðri. Björgunarsveitin Suðurnes gengur með hópnum eins og áður.
Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur á eigin ábyrgð.