Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gengið á Festarfjall í kvöld
Miðvikudagur 12. júní 2013 kl. 14:18

Gengið á Festarfjall í kvöld

Gönguferð Reykjanesgönguferða miðvikudaginn 12. júní er á Festarfjall (190 m) sem er skammt austan Grindavíkur. Fjallið er úr móbergi en í því er grágrýtisgangur sem það dregur nafn sitt af og sagt er að sé silfurfesti tröllkerlingar í þjóðsögunni.

Gengið er upp á fjallið af Siglubergshálsi og því stutt uppá toppinn en lengri gangur niður af því, endað er við Ísólfsskála.

Góð fjallganga fyrir alla fjölskylduna.

Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir
Allir velkomnir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Upphafsstaður: Vesturbraut 12 Reykjanesbær, Hópferðir Sævars
Hvenær: kl 19:00
Kostnaður: kr 1500 frítt fyrir 12 ára og yngri

Fyrir göngufólk af Höfuðborgarsvæðinu er hægt að hitta rútuna við Grindavíkurafleggjara en nauðsynlegt að hringja í Rannveigu til að tilkynna fjölda í síma 893 8900

Heilræði:
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.