Gengið á Festarfjall í kvöld
Gönguferð Reykjanesgönguferða miðvikudaginn 12. júní er á Festarfjall (190 m) sem er skammt austan Grindavíkur. Fjallið er úr móbergi en í því er grágrýtisgangur sem það dregur nafn sitt af og sagt er að sé silfurfesti tröllkerlingar í þjóðsögunni.
Gengið er upp á fjallið af Siglubergshálsi og því stutt uppá toppinn en lengri gangur niður af því, endað er við Ísólfsskála.
Góð fjallganga fyrir alla fjölskylduna.
Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir
Allir velkomnir
Upphafsstaður: Vesturbraut 12 Reykjanesbær, Hópferðir Sævars
Hvenær: kl 19:00
Kostnaður: kr 1500 frítt fyrir 12 ára og yngri
Fyrir göngufólk af Höfuðborgarsvæðinu er hægt að hitta rútuna við Grindavíkurafleggjara en nauðsynlegt að hringja í Rannveigu til að tilkynna fjölda í síma 893 8900
Heilræði:
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.