Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geldur varhug við því að taka við megninu af sorpi af höfuðborgarsvæðinu
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 13:00

Geldur varhug við því að taka við megninu af sorpi af höfuðborgarsvæðinu

„Bæjarfulltrúi Miðflokksins geldur varhug við því að Kalka eigi að taka við megninu af sorpi af höfuðborgarsvæðinu. Bæði er það mikið umhverfisálag fyrir Reykjanesbæ og ekki síður umferðarálag á Reykjanesbrautina,“ segir í bókun frá Margréti Þórarinsdóttur, Miðflokknum, á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Bókunin er lögð fram vegna erindis stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. varðandi sameiningu við Sorpu sem tekið var fyrir á bæjarráðsfundi í Reykjansbæ nýverið.

„Svona til glöggvunar þá fara í dag um 55.000 bílar á sólarhring í gegnum Hafnarfjörð. Á þeim hluta sem er einbreiður í Hafnarfjarðarbæ er umferðin um 27.000 bílar á sólarhring. Vestur af Straumsvík aka um 19.000 bílar á sólarhring.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á meðan ástandið á Reykjanesbrautinni er ekki betra en raun ber vitni er varhugavert að auka álagið á brautina enn frekar með sorpflutningum hingað suður eftir. Áður en lengra er haldið verða frekari upplýsingar að liggja fyrir, s.s. þær hvort áætlað er að nýr brennsluofn eigi að vera staðsettur í Helguvík. Bæjarbúar eiga heimtingu á að vita hver áform meirihlutans eru í þessum efnum. Áætlað er að tíu manns verði í stjórn sameinaðs félags en einungis fimm aðilar verði í framkvæmdaráði. Verði af þessari sameiningu er það skýr krafa bæjarfulltrúa Miðflokksins að Reykjanesbær eigi fulltrúa í framkvæmdaráðinu þar sem bærinn er fjórða stærsta sveitafélagið sem að þessari sameiningu standa,“ segir í bókuninni.