Gekk 48 km. og bauð í leikhús
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, lauk 48 kílómetra göngu sinni milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Landsspítala í Fossvogi á átta klukkustundum og 30 mínútum. Hann náði því á áfangastað síðdegis í gær.
Við komuna á Landsspítalann afhenti hann starfsfólki á Smit- og lyflækningadeild 50 gjafabréf í Þjóðleikhúsið. Síðar í dag mun Hilmar afhenda 60 gjafabréf í Þjóðleikhúsið til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á D-deild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það voru vinir Hilmars Braga á Facebook sem aðstoðuðu við leikhúsmiðakaupin með frjálsum framlögum í svokallaðan Gleðisjóð.
Á göngunni var boðið upp á allar útgáfur af íslensku veðri en meðbir var alla gönguna frá Keflavík og í Fossvoginn. Bróðir Hilmars, Haukur Júlíusson, gekk með honum alla leiðina en einnig var nokkuð um að fólk gengi með þeim bræðrum hluta úr leiðinni.
Hér er orðið stutt í áfangastað. Landsspítalinn í Fossvogi í baksýn.