Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geitur á beit í Innri-Njarðvík
Mánudagur 27. ágúst 2012 kl. 13:26

Geitur á beit í Innri-Njarðvík

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að laus geit væri á vappi í umdæminu.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að laus geit væri á vappi í umdæminu. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist vera um að ræða eina geit og tvö lömb, sem eiga heimkynni sín í litlum húsdýragarði sem er í Víkingaheimum í Innri Njarðvík.  Starfsfólk húsdýragarðsins vildi gleðja dýrin og hafði hleypt þeim í gott og safaríkt gras rétt hjá garðinum, þar sem þau hámuðu í sig undir stöðugu eftirliti starfsmanna. Málið leystist því að sjálfu sér og þess má geta að landnámsdýrin í húsdýragarðinum hafa glatt augu fjölmargra barna og fullorðinna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024