Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Geirmundur sýknaður
Föstudagur 4. nóvember 2016 kl. 18:35

Geirmundur sýknaður

Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness en dómur var kveðinn upp í morgun. Geirmundur var ákærður um umboðssvik í tveimur liðum og ákæruvaldið krafðist þess að hann yrði dæmur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára.

Geir­mund­ur  lýs­ir yfir mik­illi ánægju með niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­ness, og tel­ur niður­stöðuna að öllu leyti í sam­ræmi við gögn og staðreynd­ir máls­ins. Þetta seg­ir Grím­ur Sig­urðsson, verj­andi Geir­mund­ar, í skrif­legu svari til mbl.is. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ákæru­valdið muni áfrýja dómn­um.

Grím­ur seg­ir enn frem­ur að dóm­ur­inn slái því föstu að Geir­mund­ur hafi aldrei haft ásetn­ing til að fara gegn hags­mun­um spari­sjóðsins held­ur hafi all­ar ákv­arðanir hans verið tekn­ar með hags­muni spari­sjóðsins að leiðarljósi. Geirmundur var ákærður í tveimur liðum en var eins og fyrr segir sýknaður að öllu leyti.

„Í fyrri ákæru­liðnum, tengd­um lán­veit­ingu til Duggs, er staðfest að ráðstöf­un­in fól ein­göngu í sér efnd­ir á skuld­bind­ing­um sem spari­sjóður­inn hafði áður stofnað til. Spari­sjóðsstjór­inn get­ur því ekki hafa framið lög­brot með því að efna þær skuld­bind­ing­ar. Í síðari ákæru­liðnum, tengd­um framsali stofn­fjár­bréfa til Foss­vogs­hyls, er staðfest að spari­sjóður­inn hafði ávallt fullt for­ræði yfir fé­lag­inu Foss­vogs­hyl og eign­um þess. Þar af leiðandi fólst hvorki auðgun­ar­ásetn­ing­ur né fjár­tjóns­hætta fyr­ir spari­sjóðinn í ráðstöf­un­inni,“ seg­ir Grím­ur í viðtali við mbl.is.

„Geir­mund­ur ól all­an sinn starfs­ald­ur hjá spari­sjóðnum og þar af í rúm 20 ár sem spari­sjóðsstjóri. All­an sinn starfs­fer­il hafði hann hags­muni spari­sjóðsins að leiðarljósi í öllu sem hann tók sér fyr­ir hend­ur. Síðustu ár, á meðan þetta mál hef­ur verið til rann­sókn­ar og sak­sókn­ar, hafa verið Geir­mundi og fjöl­skyldu gríðarlega þung­bær. Er það von hans að þess máli sé nú lokið,“ seg­ir Grím­ur enn frem­ur við mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024