Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geirmundur neitar sök
Miðvikudagur 6. apríl 2016 kl. 16:24

Geirmundur neitar sök

Geirmundur Kristinsson fyrrum sparisjóðsstjóri í Keflavík, neitaði sök þegar þingfesting í máli gegn honum fór fram í héraðsdómi Reykjaness í gær.

Geir­mund­ur er ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. Brot­in geta varðað allt að sex ára fang­elsi. Mbl greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í ákæru seg­ir að Geir­mund­ur hafi stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir he­imildir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán þann 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.