Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Geirmundur leysti út séreignasparnað eftir 45 ára starf
Fimmtudagur 29. júlí 2010 kl. 18:15

Geirmundur leysti út séreignasparnað eftir 45 ára starf

Athygli vakti að Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, er í 5. sæti yfir greiðendur opinberra gjalda með rétt tæpar 100 milljónir króna í álögð gjöld.

Geirmundur var starfsmaður Sparisjóðsins í Keflavík í 45 ár og þar af sem var sparisjóðsstjóri síðustu 17 árin. Hann svaraði því til aðspurður um ástæður þess að hann greiddi svo há gjöld, hafi verið vegna lífeyrissjóðsgreiðslna eftir 45 ára starf en þær hafi að mestu verið í formi séreignasparnaðar sem hann leysti út á síðasta ári. Fyrir nokkrum árum var öllum starfsmönnum Spkef boðið að fá útgreiddan lífeyrissparnað til að losa SpKef undan lífeyrisskuldbindingum. Geirmundur var einn af þeim sem það gerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varðandi starfslok Geirmundar hjá Sparisjóðnum í Keflavík þá segir hann að þau hafi verið sex mánaða laun við starfslok og engin önnur greiðsla hafi verið frá Sparisjóðnum til hans.