Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Geirfuglinn á Ásbrú
Sunnudagur 2. október 2011 kl. 17:21

Geirfuglinn á Ásbrú

Fimmtudaginn 13. október verður fyrsti opni fræðslufundur félagsins Fuglar á Reykjanesi. Dr. Kristinn Haukur Skarphéðinsson mun flytja skemmtilegt erindi um geirfuglinn. Telur félagið það vel til fundið þar sem þessi útdauði fugl tengist svo mjög Suðurnesjum. Í kynningu dr. Kristins munu m.a. koma fram merkilegar nýjar heimildir um síðasta geirfuglinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundurinn hefst kl. 20 fimmtudaginn 13. október í húsnæði Keilis á Ásbrú og er öllum opinn. Nánar kynnt síðar.